Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Íþróttir

„Leggja leikmenn okkar í hættu“
Þriðjudagur 18. apríl 2017 kl. 10:12

„Leggja leikmenn okkar í hættu“

segir þjáfari Grindvíkinga eftir tap í úrslitum Lengjubikars

Grindvíkingar töpuðu stórt gegn KR-ingum í úrslitaleik Lengjubikarsins í fótbolta karla í gær. Lokastaðan 4-0 þar sem Njarðvíkingurinn og fyrrum leikmaður Grindavíkur, Óskar Örn Hauksson, var einn markaskorarar KR. Tvær vikur eru þar til Íslandsmótið í knattspyrnu hefst en Grindvíkingar munu núna leika í Pepsi-deildinni eftir fjögur ár í 1. deild.

Grindvíkingar voru að leika sinn sjötta leik á 18 dögum og var þjálfarinn Óli Stefán ósáttur út í KSÍ.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

„Satt að segja þá skil ég ekki KSÍ að setja okkur í þessa stöðu, einfaldlega vegna þess að þeir leggja leikmennina okkar í hættu en ég er ekki maður afsakana. Ég tek stöðuna eins og hún er og reyni frekar að horfa á það sem við fáum út úr þessu. Það sem að gerist er að leikmenn sem hafa verið að bíða eftir tækifæri, fá tækifæri á stórri stundu og standa sig vel. Ég skil ekki KSÍ að setja leikmenn í þessa stöðu tveimur vikum fyrir mót,“ sagði þjálfarinn í samtali við fótbolta.net í leikslok.

 

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25