Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Leggja frá sér flautuna eftir 34 ár í dómgæslu
Mynd: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson í dómaraverkefni í Los Angeles. Ljósmynd: Íþróttasamband fatlaðra.
Þriðjudagur 23. ágúst 2016 kl. 09:27

Leggja frá sér flautuna eftir 34 ár í dómgæslu

Þeir félagar Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson hafa ákveðið að leggja dómaraflautuna á hilluna eftir 34 ár í dómgæslu í handboltanum. Suðurnesjamennirnir eiga um 1.700 leiki að baki og hafa dæmt leiki út um allan heim. Á síðustu árum hafa þeir jafnan dæmt mikilvæga leiki í bikarkeppnum og á Íslandsmótinu í öllum aldurshópum. Þeir voru rétt komnir með bílpróf þegar þeir byrjuðu að dæma en þá var handbolti talsvert vinsælli á Suðurnesjum en hann er nú.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024