Lee Sharpe spilar með Grindavík í sumar
Knattspyrnumaðurinn Lee Sharpe hefur ákveðið að leika með Grindvíkingum í sumar í Símadeildinni. Sharpe var hér á landi í síðustu viku þar sem hann æfði með Grindavík og eftir að hafa ráðfært sig við sína nánustu hefur kappinn ákveðið að leika með liðinu í sumar.Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir Grindvíkinga sem hafa haft mikinn áhuga á kappanum í þó nokkurn tíma. Ljóst þykir að þó Sharpe sé langt frá því að vera í því formi sem hann var þegar hann lék með liðum á borð við Manchester United og Leeds þá muni hann koma til með að styrkja lið Grindvíkinga verulega enda mikill bolti í karlinum.