Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 22. júní 2003 kl. 13:07

Lee Sharpe hættur hjá Grindavík

Lee Sharpe miðvallarleikmaður Grindavíkur er meiddur og leikur ekki meira með félaginu á tímabilinu. Sharpe meiddist á aftanverðu læri í leik í Visa Bikar karla fyrr í mánuðinum og hefur ekki leikið með Grindavík síðan. Komið hefur í ljós að meiðslin eru alvarlegri en talið var í fyrstu og nú er ljóst að Sharpe verður frá vegna meiðslanna næstu 6-8 vikurnar. Samkomulag hefur náðst milli Grindavíkur og Sharpe um að hann fái að snúa til sín heima og því mun hann halda til Englands á morgun. Meiðslin eru þau sömu og Sharpe glímdi við er hann lék með Leeds United.

Þetta kemur fram á heimasíðunni fotbolti.net!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024