Lavinia verður áfram með Njarðvík
Miðherjinn Lavinia Joao Gomes Da Silva skrifaði nýverið undir nýjan eins árs samning við Íslandsmeistara Njarðvíkur og er því væntanleg í Ljónagryfjuna á nýjan leik þegar sumri tekur að halla. Frábærar fréttir fyrir Njarðvíkinga sem hafa þegar framlengt við Aliyah Collier.
Lavinia var prímusmótor í Njarðvíkurliðinu í vetur með 13,1 stig og 8,9 fráköst að meðaltali í leik og í viðtali sem UMFN.is tók við Rúnar Inga Erlingsson, þjálfara meistaraflokks kvenna, kvaðst einkar sáttur með þá staðreynd að Lavina yrði áfram í grænu. „Við lögðum mikla áherslu á að hafa hana áfram í Njarðvík enda er hún mikill karakter og gefur mikið til liðsins.”