Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Lávarðardeild stofnuð
Fimmtudagur 14. apríl 2005 kl. 16:14

Lávarðardeild stofnuð

Stofnfundur Lávarðadeildar Keflavíkur var haldinn á dögunum en það er félagsskapur fyrrverandi leikmanna og stjórnarmanna Keflavíkur og áður ÍBK.  Á fundinum var skipuð stjórn en framhaldsstofnfundur verður í tengslum við fyrsta leik Keflavíkur í Landsbankadeildinni 16. maí og því er ennþá tækifæri til að gerast stofnfélagar. Hugmyndin af þessu félagsstarfi er að eldri leikmenn og stjórnamenn hittist fyrir leiki Keflavíkur, fái sér kaffi, ræði um leikinn og ekki síður að rifja upp gamlar og glæstar minningar, svo mun starfið síðan þróast en frekar. Stjórn var kjörin í félaginu sem fær endanlegt nafn á framhaldsstofnfundi sem haldin verður í tengslum við fyrsta leik Keflavíkur í deildinni 16. maí n.k. Þeir sem mæta á þann fund teljast stofnfélagar.  Stjórnina skipa Magnús Torfason, Þorsteinn Ólafsson, Sigurður Björgvinsson, Karl Finnbogason og Gísli Eyjólfsson.

www.keflavik.is

Myndir: efri: stjórn félagsins, Magnús Torfason, Þorsteinn Ólafsson, Sigurður Björgvinsson, Karl Finnbogason og Gísli Eyjólfsson. neðri: um 40 fyrrverandi leikmenn og stjórnarmenn mættu á fundinn

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024