Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Lávarða- og hefðarmeyjamót í Grindavík
Miðvikudagur 12. október 2005 kl. 12:11

Lávarða- og hefðarmeyjamót í Grindavík

Þann 5. nóvember n.k. munu Grindvíkingar standa fyrir Lávarða- og hefðarmeyjamóti í körfuknattleik í Röstinni (íþróttahúsinu í Grindavík). Þátttakendur verða að vera 30 ára eða eldri og er þátttökugjald í mótið kr. 1000,- á hvern leikmann.

Sundlaugin í Grindavík verður þátttakendum til afnota og svo munu þátttakendur snæða saman á Salthúsinu að móti loknu.

Allar nánari upplýsingar veita Ellert Sig. Magnússson (426 7036, 822 3100, elli@grindavik) og Matthildur Þorvaldsdóttir (426 7702, 899 0662, [email protected]).

Mynd: Það má gera ráð fyrir gömlum og glæsilegum töktum á borð við þessa í mótinu. Kareem Abdul Jabbar tekur hér eitt af sínum frægu sveifluskotum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024