Laufey Jóna Íslandsmeistari í flokki 19-21 árs í golfi
-Ungir kylfingar úr Golfklúbbi Suðurnesja standa sig vel á mótaröðunum
Laufey Jóna Jónsdóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja varð Íslandsmeistari í höggleik í golfi í flokki 19-21 árs en leikið var á Garðavelli á Akranesi um síðustu helgi. Laufey lék gott golf og sigraði á 246 höggum
Lovísa Björk Davíðsdóttir, einnig úr GS varð í 3. sæti í flokki 14 ára og yngri.
Á áskorendamótaröð Golfsambands Íslands, sem er mótaröð fyrir neðan Íslandsbankamótaröðina, fór fram á Akranesi 13. júlí. Fjóla Margrét Viðarsdóttir sigraði í flokki 10 ára og yngri telpna og Kári Siguringason sigraði hjá strákunum, Snorri R. William varð annar. Sólon Siguringason varð þriðji í 12 ára og yngri.