Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 19. október 2000 kl. 11:47

Latin erobikk frábær brennsla

Latin eróbikk hefur slegið í gegn að undanförnu. Að sögn Hilmu Sigurðardóttir, leiðbeinanda hjá Stúdíó Huldu er latin eróbikk samblanda af salsa, marenge og tja tja en kennslan fer fram á miðvikudögum kl. 17:30-18:30. „Þetta eru ekki venjulegar þrekæfingar því við dönsum allan tímann. Sporin eru einföld og maður svitnar rosalega mikið þannig að þetta er góð brennsla. Við getum sagt að það sé svona „Dirty Dancing-fílingur“ í tímum hjá mér“, segir Hilma og á þá við atriði úr hinni geysivinsælu bíómynd sem flestir muna eftir. „Konur á öllum aldri hafa mætt í tíma hjá mér og þeim fjölgar stöðugt. Karlarnir hafa hingað til ekki látið sjá sig en ég hvet þá til að koma“, segir Hilma. Af hverju mæta karlarnir ekki, er þetta ekki líka fyrir þá? „Ætli þeim finnist þetta ekki ókarlmannlegt og eru feimnir, en konur vilja karlmenn sem kunna að dansa þannig að mér finnst að þeir ættu að drífa sig.“ Hilma fór til Ameríku í sumar og fór þar á latin námskeið. Hún hefur einnig farið á námskeið fyrir eróbikk leiðbeinendur, fimleikaþjálfara og fimleikadómara en hún þjálfar fimleika í Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024