Lasse aftur í Keflavík
Danski markvörðurinn Lasse Jörgensen, sem lék með Keflvíkingum sl. sumar, mun koma til landsins í dag og leika með Keflvíkingum út tímabilið.
Ómar Jóhannsson, markvörður Keflvíkinga, er að komast í gott form en hann var frá vegna meiðsla um tíma.
Lasse er 26 ára gamall og hafði áður en hann kom til Keflavíkur leikið með Silkeborg í Danmörku.