Larsson líklega með Keflavík næsta sumar
Miðvörðurinn Adam Larsson mun líklega spila áfram með Keflavík í Pepsi-deildinni næsta sumar en hann kom hingað til lands í síðasta mánuði og spilaði með liðinu í Fótbolta.net mótinu um síðustu helgi. Larsson sem er 22 ára gamall hafði gengið til liðs við Keflavík fyrir síðustu leiktíð og átti gott tímabil með liðinu á síðustu leiktíð.
Hann spilaði 21 leik fyrir liðið í Pepsi-deildinni auk þriggja bikarleikja en hann kom til félagsins frá Mjällby AIF í Svíþjóð. Keflavík hefur einnig fengið til sín þá Jóhann Ragnar Benediktsson frá Fjarðabyggð, Grétar Atla Grétarsson frá Stjörnunni og endurheimt Harald Frey Guðmundsson sem sneri aftur frá Noregi.
Hér má sjá Adam hægra megin á myndinni.