Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

„Langversti leikur okkar í vetur“
Fimmtudagur 9. febrúar 2006 kl. 14:19

„Langversti leikur okkar í vetur“

Haukar tryggðu sér deildarmeistaratitlinn í Iceland Expressdeild kvenna í körfuknattleik í gær með öruggum sigri á Grindavík, 68-89.

Haukar höfðu mikla yfirburði í þessum leik og eru vel að tiltinum komnar. Þær höfðu 9 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta og gerðu í raun út um leikinn í öðrum leikhluta þar sem  Helena Sverrisdóttir fór hamförum og var hún komin með 22 stig í hálfleik.

Grindvíkingar voru gjörsamlega óþekkjanlegir frá sigurleiknum gegn Keflavík um helgina og ekkert gekk hvorki í sókn né vörn. Jerica Watson, sem hefur leikið svo vel í vetur, fann sig ekki nokkurn veginn og munar um minna.

Í hálfleik var staðan 35-54 fyrir Hauka, en Grindvíkingar náðu aldrei að ógna því forskoti að nokkru ráði. Minnstur varð munurinn 12 stig, 48-60, en nær komust þær ekki. Haukar settu í fluggírinn að nýju og sigldu heimastúlkur í kaf.

Haukar höfðu mikla yfirburði í fráköstum í leiknum og má segja að það sé lýsandi fyrir leikinn. Gestirnir léku af miklu meiri krafti og uppskáru eftir því.

Helena Sverrisdóttir bar af á vellinum þar sem hún var með þrefalda tvennu, 27 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar. Meagan Mahoney kom henni næst, einnig með 27 stig og 17 fráköst að auki.

Hjá Grindavík var Watson stigahæst með 24 stig og 15 fráköst, en Hildur Sigurðardóttir var með 16 stig. Þá var Petrúnella Skúladóttir með 12 stig.

Unndór Sigurðsson, þjálfari Grindvíkinga, var ómyrkur í máli eftir leikinn. „Það var greinilega ákveðið spennufall eftir Keflavíkurleikinn, en það er engin afsökun fyrir að mæta hingað eins og algjörir kjánar. Við gerðum allt með hálfum hug, sendingar, skot, varnarleikur. Þetta var án efa langversti leikur okkar í allan vetur. Það þýðir ekki að mæta með hálfum hug gegn svona sterku liði eins og Haukar eru.
 Nú leggjum við áherslu á að taka annað sætið í deildinni, bikarinn, og svo ætlum við að koma dýrvitlausar í úrslitakeppnina.“

Tölfræði Leiksins

VF-mynd/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024