Langþráð fimleikagrifja nánast tilbúin
Eins og flestir Suðurnesjamenn vita eiga sér stað miklar framkvæmdir á íþróttahúsinu við Sunnubraut. Viðgerðir hafa m.a. staðið yfir á þakinu, búið er að mála A-salinn og verið er að leggja lokahönd á lagningu NBA-parketsins sem hefur verið mikið í umræðunni. Þá er fimleikagrifjan í B-sal hússins nánast tilbúin og því ekki langt að bíða að fimleikadrottningar af Suðurnesjum geti farið að æfa við sömu aðstæður og stöllur þeirra á höfuðborgarsvæðinu.
Fimleikadeildin fjárfesti einnig ásamt Reykjanesbæ í fjölda nýrra tækja og áhalda til fimleikaiðkunar enda nokkur þeirra komin til ára sinna. Má því búast við spennandi tímabili hjá fimleikafólki sem og öðru íþróttafólki sem æfir innandyra í vetur en það fer að styttast í það að sú vertíð hefjist enda sumarið að renna sitt skeið.
Fimleikadeildin fjárfesti einnig ásamt Reykjanesbæ í fjölda nýrra tækja og áhalda til fimleikaiðkunar enda nokkur þeirra komin til ára sinna. Má því búast við spennandi tímabili hjá fimleikafólki sem og öðru íþróttafólki sem æfir innandyra í vetur en það fer að styttast í það að sú vertíð hefjist enda sumarið að renna sitt skeið.