Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Langbest-Jólahraðmótið í kvöld
Föstudagur 17. desember 2004 kl. 14:20

Langbest-Jólahraðmótið í kvöld

Í kvöld fer fram í Reykjaneshöll Langbest jólahraðmótið. Öll meistarflokkslið á Suðurnesjum Grindavík, Keflavík, Njarðvík, Reynir og Víðir senda lið til keppni. Leikið verður á velli í fullri stærð með 11 manna lið, leiktími verður 1 x 27 mín.

Þetta er í fyrsta skipti sem leikið verður með þessu fyrirkomulagi í meistaraflokki en þetta hefur verið notað talsvert á svæðinu í keppni liða í 3. og 4. flokki. Það er því kjörið að taka sér smá frí frá jólastússinu og kíkja á meistaraflokksliðin hér á svæðinu leiða saman hesta sína í síðasta knattspyrnuviðburði ársins á Suðurnesjum.

Leikjaniðurröðun:

1.   18:30 Grindavík - Reynir
2.   18:30 Víðir - Keflavík
3.   19:00 Njarðvík - Reynir
4.   19:30 Grindavík - Víðir
5.   20:00 Njarðvík - Keflavík
6.   20:30 Reynir - Víðir
7.   21:00 Grindvík - Njarðvík
8.   21:30 Keflavík - Reynir
9.   22:00 Víðir - Njarðvík
10. 22:30 Keflavík - Grindavík

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024