Landsliðsþjálfarinn kennir strandblak á morgun á Paddy´s
Á morgun mun núverandi landsliðsþjálfari í strandblaki halda námskeið á Paddy´s fyrir þá sem áhuga hafa á því að læra grunnreglurnar og undirstöðuatriðin í íþróttinni. Landsliðsþjálfarinn, Karl Sigurðsson sem er Keflvíkingur að upplagi hefur verið einn af frumkvöðlum íþróttarinnar hér á landi og segir algjöra sprenginu hafa verið í strandblakinu undanfarið.
„Það eru nú um 30 vellir á landinu og haldið hefur verið Íslandsmót í íþróttinni síðan 2004. Einnig höfum við farið á Smáþjóðaleikana og undankeppni Ólympíuleikanna,“sagði Karl í samtali við VF í dag.
Námskeiðið hefst á morgun klukkan 18:00 og verð er krónur 2000 á mann fyrir eina og hálfa klukkustund. Skráning fer fram í síma 8987214 eða á Paddy´s.