Landsliðsþjálfari Svía segir Arnór þann besta í sænsku deildinni
Lagði upp mark í 4-1 sigri
Þjálfari Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni, segir liðsmann sinn Arnór Ingva Traustason, vera besta leikmann deildarinnar. Þjálfarinn Janne Anderson, sem senn mun taka við þjálfun sænska landsliðsins, lofaði Arnór í hástert eftir frábæra frammistöðu miðjumannsins í 4-1 sigri liðins gegn AIK um helgina. Þar lagði Arnór upp eitt af mörkunum í leiknum.
Blaðamaður Aftonbladet er á því að Arnór sé einn af klókustu leikmönnum deildarinnar, en hann sé kannski ekki sá besti.