Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Landsliðsþjálfari í knattspyrnu heimsótti afreksíþóttamenn FS
Laugardagur 22. febrúar 2014 kl. 12:20

Landsliðsþjálfari í knattspyrnu heimsótti afreksíþóttamenn FS

Í vetur er í annað sinn boðið upp á afreksíþróttalínu fyrir nemendur sem vilja stunda íþrótt sína með álagi afreksíþróttamanna, samhliða krefjandi bóknámi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hópurinn hittist fyrst á morgnana fjóra daga vikunnar en byrjar svo í hefðbundnum kennslustundum kl. 10:00.

Nú er 41 nemandi skráður á línuna en það eru 26 knattspyrnumenn og 15 í bardagaíþróttum, þ.e. taekwondo, júdó og hnefaleikum. Fótboltadrengirnir koma úr nokkrum félögum; Keflavík, Njarðvík, Reyni, Víði og FH.  Þjálfarar eru þeir Guðni Kjartansson og Gunnar Magnús Jónsson. Í bardagaíþróttunum eru 3 stelpur og 12 drengir en þar þjálfa Helgi Rafn Guðmundsson taekwondo, Guðmundur Stefán Gunnarsson jódó og Björn Snævar Björnsson hnefaleika.  Auk æfinga er einnig boðið upp á fyrirlestra og fræðslu en þá er allur hópurinn saman.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á afreksíþróttalínunni hefur verið lögð áhersla á að fá gestaþjálfara- og fyrirlesara í heimsókn og á þessari önn hafa nemendur fengið góða gesti.  Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari heimsótti knattspyrnumennina og stýrði einni æfingu.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrverandi þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu og núverandi þjálfari ÍBV, kom einnig í heimsókn og flutti fyrirlesturinn „Hvað þarf til þess að verða afreksíþróttamaður?“