Landsliðskona til Grindvíkinga sem ætla sér stóra hluti
Landsliðskonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hefur gengið til liðs við Grindavík í Domino‘ s deild kvenna í köfubolta. Greindvíkingar greindu frá þessu á heimsíðu sinni í gærkvöldi.
Það þarf ekki að orðlengja frekar hversu mikinn liðsstyrkur þetta er fyrir Grindavíkurliðið en margir sterkir leikmenn gengið til liðs við liðið í haust.
„Það er okkur Grindvíkingum gífurleg ánægja að kynna til leiks Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur. Það vita allir sem fylgjast með körfubolta hér á landi hversu öflug hún er. Þetta teljum við vera loka púslið í kvennalið okkar og stefnan ætti að teljast nokkuð augljós. Við ætlum að gera atlögu að öllum þeim titlum sem í boði eru. Við bjóðum hana velkomna til leiks," segir á fésbókarsíðu Grindavíkur sem og á heimasíðu Grindavíkur.
Sigrún Sjöfn er 27 ára gömul en hún hefur verið í hópi bestu körfuboltakvenna síðustu ár og fastamaður í íslenska landsliðinu en í fyrravetur lék hún með sænska liðinu Norrköping.
Sigrún hóf leik nú í haust á heimaslóðum með Skallagrími þar sem hún skoraði 31,5 stig að meðaltali í leik og tók 8,5 fráköst, en hún lék í sænsku úrvalsdeildinni síðastliðinn vetur. Það er enginn vafi á því að þarna er á ferðinni gríðarlegur liðsstyrkur fyrir Grindavíkurliðið sem hefur í kjölfarið sett markið hátt fyrir komandi vetur.