Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Landsliðið æfði í Garði
Keflvíkingurinn Sindri Kristinn Ólafsson æfði með liðinu.
Mánudagur 2. júní 2014 kl. 09:42

Landsliðið æfði í Garði

Ungur Keflvíkingur boðaður á æfinguna

Íslenska landsliðið í knattspyrnu var statt á Suðurnesjum um helgina, þar sem liðið gisti og æfði. Strákarnir okkar æfðu við kjöraðstæður á Nes-fiskvelli í Garði en æfingin var opin áhorfendum. Keflvíkingurinn Sindri Kristinn Ólafsson var óvænt kallaður til æfinga en hann er 17 ára markvörður Keflavíkurliðsins. Markmenn liðsins voru að undirbúa sig undir leiki í Pepsi-deildinni og því var Sindri boðaður á æfingu en hann hefur leikið með yngri landsliðum Íslands. Meðfylgjandi myndir eru fengnar af facebook-síðu Víðis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gylfi Sigurðsson leikmaður Tottenham ásamt ungum aðdáenda.

Rúrik Gíslason gaf sér tíma með ungum Víðismönnum.

Garðbúinn Jóhann Birnir Guðmundsson ræðir málin við Ragnar Sigurðsson.

Sindri stendur í markinu á meðan Hannes Halldórsson stendur álengdar.