Landsliðið æfði í Garði
Ungur Keflvíkingur boðaður á æfinguna
Íslenska landsliðið í knattspyrnu var statt á Suðurnesjum um helgina, þar sem liðið gisti og æfði. Strákarnir okkar æfðu við kjöraðstæður á Nes-fiskvelli í Garði en æfingin var opin áhorfendum. Keflvíkingurinn Sindri Kristinn Ólafsson var óvænt kallaður til æfinga en hann er 17 ára markvörður Keflavíkurliðsins. Markmenn liðsins voru að undirbúa sig undir leiki í Pepsi-deildinni og því var Sindri boðaður á æfingu en hann hefur leikið með yngri landsliðum Íslands. Meðfylgjandi myndir eru fengnar af facebook-síðu Víðis.
Gylfi Sigurðsson leikmaður Tottenham ásamt ungum aðdáenda.
Rúrik Gíslason gaf sér tíma með ungum Víðismönnum.
Garðbúinn Jóhann Birnir Guðmundsson ræðir málin við Ragnar Sigurðsson.
Sindri stendur í markinu á meðan Hannes Halldórsson stendur álengdar.