Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 4. mars 1999 kl. 22:20

LANDSLIÐIÐ - „KETTLINGARNIR OKKAR!“

Þátttöku landsliðs Íslands í körfuknattleik í Evrópukeppninni er lokið að þessu sinni. Eftir situr beiskur keimur vanmáttar vegna háðuglegrar útreiðar liðsins í síðustu tveimur heimaleikjunum. Við Suðurnesjamenn áttum landsliðið að þessu sinni, nær allir leikmenn liðsins leika með liðum á Suðurnesjum og þjálfarnir einnig héðan. Okkar menn reyndust of litlir, of léttir, of ragir og allt of fyrirsjáanlegir. Hve oft er hægt að segja „of“ í vanmætti?Eina sárabótin er að liðin í riðlinum voru gríðarlega öflug og með „kettlingunum okkar“ situr eftir stórveldið Króatía sem vekur eflaust meiri athygli körfuknattleiksheimsins en útreið litla Íslands. Allar líkur eru þó á því að Króatarnir komist í lokakeppnina, svona rétt eins og handboltalandsliðið okkar sem oftsinni hefur laumast bakdyramegin inn í stórkeppnir eftir að hafa ekki náð viðunandi árangri í riðlakeppninni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024