Landsbankinn styrkir unglingastarfið
Landsbankinn og unglingadeildir íþróttafélaganna Reynis og Víðis skrifuðu í gær undir samstarfssamning þess efnis að Landsbankinn auglýsir á æfingagöllum knattspyrnuiðkenda félaganna.
Þráinn Maríusson, formaður unglingaráðs Reynis, sagðist í samtali við Víkurfréttir vera hæst ánægður með samstarfið við Landsbankann og var Landsbankanum mjög þakklátur.
Samningurinn er til tveggja ára en forsvarsmenn íþróttafélaga Reynis og Víðis undirrituðu samninginn í gær ásamt forsvarsmönnum Landsbankans á Suðurnesjum.
Á myndunum má sjá fjöldann allan af verðlaunum sem félögin hafa unnið sér inn í karla og kvennaflokki í sumar.