Landsbankinn styrkir knattspyrnu í Keflavík
Knattspyrnudeild Keflavíkur og Landsbankinn skrifuðu undir tveggja ára samstarfssamning þar sem bankinn verður einn af aðalbakhjörlum deildarinnar. Landsbankinn hefur verið einn stærsti styrktaraðili knattspyrnu í Keflavík undanfarin ár. Knattspyrnudeild Keflavíkur fagnar samstarfinu við Landsbankann og metur það mikils að hafa svona sterkan bakhjarl þar sem liðið stefnir á að komast í deild þeirra bestu á ný eins og fram kemur í tilkynningu frá félaginu.