Landsbankinn styrkir Atlas
Landsbankinn í Keflavík og Atlas, nemendafélaga íþrótta- og kennslufræðinema við Íþróttaakademíuna í Reykjanesbæ, undirrituðu með sér samstarfssamning á dögunum.
Samningurinn er til tveggja ára og er markmið hans að
Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun samningsins en það voru Friðgeir M. Baldursson, útibússtjóri Landsbankans í Keflavík og Sóley Margeirsdóttir, gjaldkeri Atlas sem undirrita. Með þeim á myndinni er frá vinstri talið Gunnar Þór Andrésson, Jón Páll Pálmason og Rafn Haraldur Rafnsson, nemendur Íþróttaakademíunnar Reykjanesbæ.
Nafnið ATLAS er komið úr grísku goðafræðinni. Atlas var títan og mikill stríðsmaður sem leiddi menn sína í orrustu en að lokum fékk hann þá refsingu að bera hnöttinn á herðum sér.