Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Landsbankinn styður UMFG
Þriðjudagur 21. júní 2005 kl. 22:14

Landsbankinn styður UMFG

Knattspyrnudeild UMFG og Landsbanki Íslands í Grindavík hafa gert með sér samstarfssamning. Valdimar Einarsson, útibússtjóri, og Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildarinnar, undirrituðu samninginn í hófi sem Landsbankinn hélt fyrir leik Grindavíkur og KR á dögunum.
Samningurinn festir enn betur í sessi blómlegt samstarf bankans og deildarinnar en knattspyrnudeild UMFG hafur verið í viðskiptum við Landsbankann allt frá árinu 1979.
Í tilefni dagsins færði Jónas Landsbankanum, fyrir hönd Grindavíkur,  forláta steinkarl úr fjörunni við Sandgerði málaðan í Grindavíkurbúning.

Af www.umfg.is

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024