Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Landsbankinn styður íþróttastarf í Vogum
Á myndinni eru frá vinstri: Marteinn Ægisson , formaður meistaraflokksráðs, Einar Hannesson útibússtjóri í Reykjanesbæ,Tinna Hallgríms framkvæmdastjóri Þróttar og Svanborg Svansdóttir þjónustufulltrúi hjá Landsbankanum í Reykjanesbæ.
Miðvikudagur 20. mars 2013 kl. 07:17

Landsbankinn styður íþróttastarf í Vogum

Ungmennafélagið Þróttur og Landsbankinn hafa framlengt samning sinn til eins árs, en skrifað var undir samninginn í íþróttahúsinu í Vogum um helgina. Það voru Einar Hannesson útibússtjóri Landsbankans og Tinna Hallgríms framkvæmdastjóri Þróttar sem undirrituðu samninginn. Líkt og síðustu ár er Landsbankinn stærsti samstarfsaðili félagsins að sveitarfélaginu undanskildu.

Landsbankinn hefur lagt áherslu á að vera í góðum tengslum við íþróttahreyfinguna á Suðurnesjunum. Með endurnýjun samningsins vill Landsbankinn sýna í verki áhuga sinn og stuðning við æskulýðs- og íþróttamál og um leið leggja áherslu á forvarnarþátt þess starfs.  Einnig fellur samningurinn vel að markmiðum Landsbankans hvað varðar stuðning við íþrótta- og forvarnarstarfsemi með sérstaka áherslu á barna- og unglingastarf.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024