Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Landsbankinn styður áfram við sundfólk Reykjanesbæjar
Frá undirritun styrktarsamningsins í Sundmiðstöð Keflavíkur. Einar Hannesson frá Landsbankanum og Sigurbjörg Róbertsdóttir frá sundráði ÍRB ásamt sundfólki ÍRB. VF-mynd/pket.
Fimmtudagur 17. janúar 2013 kl. 09:57

Landsbankinn styður áfram við sundfólk Reykjanesbæjar

Undanfarin ár hefur Landsbankinn verið helsti styrktaraðili Sundráðs ÍRB. Í vikunni skrifuðu Einar Hannesson f.h. Landsbankans og Sigurbjörg Róbertsdóttir f.h. Sundráðs undir samstarfssamning til tveggja ára.

Af þessu tilefni tók Einar fram hve stoltur Landsbankinn væri af því að tengjast starfi Sundráðs með þessum hætti og hve gaman væri að fylgjast með öflugum íþróttamönnum og mikilli uppbyggingu. Sigurbjörg bætti við að stuðningur Landsbankans skipti sköpum fyrir starf Sundráðsins.

Á hverju ári heldur Sundráð Landsbankamót í sundi og er það eitt stærsta mót ársins á landinu. Þangað koma um 500 keppendur og mótið hefur áunnið sér sess sem eitt skemmtilegasta mót ársins.

Sunddeild Keflavíkur og Sunddeild UMFN starfa saman að sundmálum undir merkjum Sundráðs ÍRB.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024