Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 6. febrúar 1999 kl. 12:54

LANDSBANKINN Í SANDGERÐI

Á föstudaginn var haldið upp á 35 ára afmæli Landsbankans í Sandgerði. Í tilefni dagsins var viðskiptavinum bankans boðið upp á kaffi og kökur auk einhvers góðgætis fyrir yngri kynslóðina. Landsbankinn í Sandgerði hóf starfsemi sína sem afgreiðsla frá Grindavíkurútibúi 31. janúar 1964. Breyting varð svo 1983 þegar afgreiðslan í Sandgerði var færð undir útibú Landsbankans á Keflavíkurflugvelli. Þriðja og stærsta breytingin varð 1. september 1985 er stofnað var sjálfstætt útibú og var fyrsti útibússtjóri Jónas Gestsson. Á þessum tíma hefur vöxtur og uppgangur á svæðinu verið mikill sem leitt hefur til gífurlegrar eftirspurnar lánsfjár, enda sjávarútvegur og þjónusta í kringum hann nánast eini atvinnuvegurinn á staðnum. Til að sinna svæðinu varð Sandgerðisútibú oft á tíðum að lána allt að 3-4 sinnum meira en það hafði afl til sjálft. Þannig hefur þetta tiltölulega litla útibú staðið undir og stuðlað að hinni gífurlegu uppbyggingu sem átt hefur sér stað hin síðari ár.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024