Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Landsbankinn aðalbakhjarl knattspyrnudeildar Keflavíkur
Einar Hannesson,útibússtjóri Landsbankans í Reykjanesbæ og Þorsteinn Magnússon frá knattspynudeild.
Föstudagur 5. desember 2014 kl. 08:00

Landsbankinn aðalbakhjarl knattspyrnudeildar Keflavíkur

Landsbankinn verður aðalbakhjarl knattspyrnudeildar Keflavíkur næstu tvö árin en samningur þess efnis var undirritaður í vikunni. Landsbankinn mun styðja þétt við bakið á meistaraflokkum karla og kvenna sem og yngri flokkum félagsins.

„Landsbankinn hefur verið helsti styrktaraðili knattspyrnunnar í Keflavík frá því á árinu 2011 en bankinn tók við því kefli af Sparisjóðnum í Keflavík. Samstarf knattspyrnudeildar og Landsbankans hefur verið afar gott á þessum tíma og hefur samstarfssamningurinn verið knattspyrnudeildinni hagkvæmur,” segir Þorsteinn Magnússon formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Forsvarsmenn Landsbankans hafa sýnt samstarfinu mikinn áhuga og lýst vilja til að styðja knattspyrnuna í Keflavík áfram. Bankinn hefur lýst yfir stuðningi við það öfluga forvarnar og uppbyggingarstarf sem unnið er hér hjá okkur í deildinni og undirritun styrktarsamningsins er staðfesting á því. Það er okkur í knattspyrnudeildinni mikið tilhlökkunarefni að starfa áfram með Landsbankanum og væntum við mikils af samstarfinu,” segir Þorsteinn.

„Við erum afskaplega ánægð með að vera bakhjarl Keflavíkurliðanna og hlökkum til áframhaldandi samstarfs við knattspyrnudeildina. Það er markmið okkar að vera dyggur samherji íþróttastarfs á Suðurnesjum. Knattspyrnan í Keflavík á sér langa og mikla sögu sem byggir m.a. á góðu barna- og unglingastarfi. Við höfum komið með meiri sýnileika inn í okkar samstarf á undanförnum misserum og erum afar stolt af því,“ segir Einar Hannesson, útibússtjóri Landsbankans í Reykjanesbæ.