Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Landsbankadeildin: Suðurnesjaliðin spila í kvöld
Mánudagur 14. júlí 2008 kl. 15:33

Landsbankadeildin: Suðurnesjaliðin spila í kvöld


Suðurnesjaliðin í Landsbankadeildinni í knattspyrnu eiga bæði leiki í kvöld. Grindvíkingar taka á móti Þrótti Reykjavík á Grindavíkurvelli kl. 19:15. Á sama tíma leika Keflavíkingar gegn Fram á Laugardalsvelli.
Keflvíkingar deila nú toppsæti Landsbankadeildarinnar með FH-ingum. FH er reyndar tvö mörk í plús á Keflavík en Keflvíkingar eiga leikinn í kvöld til góða.
Grindavík er í áttunda sæti deildarinnar með 13 stig og þurfa nauðsynlega að vinna í kvöld til að komast á þægilegri slóðir í deildinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024