Landsbankadeildin af stað í dag
Landsbankadeildin hefst í dag með fjórum leikjum og verða Suðurnesjaliðin Grindavík og Keflavík að sjálfsögðu í eldlínunni.
Keflavík leikur sinn fyrsta heimaleik í Landsbankadeildinni í kvöld þegar þeir mæta meisturum FH kl. 19.15. Grindavík leikur hins vegar við Val á Hlíðarenda og hefst sá leikur kl. 17.
Mikil hátíð verður í boði Landsbankans í íþróttahúsinu við Sunnubraut fyrir leik Keflavíkur þar sem Botnleðja og Rúnar Júlíusson leika fyrir boðsgesti Landsbankans og félaga í fjölskyldu- og stuðningsklúbbi Keflavíkur. Hátíðin hefst kl. 17.30.
Þá mun fjölskyldu- og stuðningsklúbbur Keflavíkur taka við nýskráningum á milli 18 og 19.
Á heimasíðu Keflvíkinga segir að líklegt byjunalið sé sem hér segir: Ómar - Guðjón, Brian, Michael, Jónas - Hólmar Örn, Ingvi Rafn, Bjarni, Baldur - Guðmundur, Hörður.