Landsbankadeild m.fl. karla:Fylkir - Keflavík kl. 19:15
Keflavík sækir Fylki heim í 13. umferð Landsbankadeildar karla í dag. Leikurinn fer fram á heimavelli Fylkismanna í Árbænum og hefst kl. 19:15.
Keflavík er nú í öðru sæti 2 stigum á eftir FH sem skaust upp fyrir þá eftir sigur á Skagamönnum í gærkvöldi. Keflavík á hinsvegar leikinn í kvöld til góða og með sigri í þeim leik hafa liðin aftur sætaskipti.
Fylkisliðið þarf á stigum að halda til að tryggja stöðu sína í deildinni og má því búast við hörkuleik. Dómari leiksins verður Jóhannes Valgeirsson, aðstoðardómarar þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Oddbergur Eiríksson en eftirlitsmaður KSÍ er Ingi Jónsson.
Á heimasíðu Keflvíkinga kemur fram að Keflavík og Fylkir hafa leikið 21 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1989. Keflavík hefur unnið 8 leikjanna, jafnoft hefur orðið jafntefli en Fylkir hefur unnið 6 leiki. Markatalan er 27-28 fyrir Fylki. Stærsti sigur Fylkis er 4-0 árin 2007 og 2000 en Keflavík hefur mest náð að sigra Fylki með 2ja marka mun. Sex leikmenn sem nú eru í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn Fylkismönnum í efstu deild. Þórarinn Kristjánsson og Guðmundur Steinarsson hafa gert fjögur mörk hvor, Hólmar Örn Rúnarsson tvö og þeir Hörður Sveinsson, Guðjón Antoníusson og Símun Samuelsen hafa allir gert eitt mark.