Landsbankadeild kk: FH og Grindavík, Keflavík og Þróttur
Í kvöld fara Grindvikingar í Hafnarfjörð til að spila leik við FH í 16.umferð Landsbankadeilda karla. Grindvíkingar eru í 8.sæti með 21 stig og gætu með sigri í leiknum færst töluvert ofar ef aðrir leikir spilast þeim í hag. Liðið í 5 sæti, Breiðablik er með 24 stig og KR í 6 sæti með 22 stig.
Keflvíkingar fá Þróttara heim, en Keflavík er nú í 2 sæti deildarinnar með 33 stig. Þróttur er í 9 sæti með 18 stig og ætla sér örugglega sigur í leiknum til að vera enn öruggari með áframhaldandi veru sína í deildinni. Það er óhætt að segja að framundan sé spennandi kvöld í leikjum deildarinnar.
Landsbankadeild karla: FH-Grindavík og Keflavík – Þróttur