Landsbankadeild karla hefst í dag
Landsbankadeild karla í knattspyrnu hefur göngu sína í dag og í fyrsta skiptið er leikið í 12 liða deild í efstu deild á Íslandi. Heil umferð verður leikin og hefjast allir leikirnir kl. 14:00 að frátöldum leik Keflavíkur og Vals, sem hefst kl. 16:15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Íslandsmeistarar Vals hefja titilvörn sína á Sparisjóðsvellinum í Keflavík en aðrir leikir umferðarinnar eru:
Kl. 14:00
HK - FH
KR - Grindavík
Fylkir - Fram
ÍA - Breiðablik
Þróttur - Fjölnir
VF-Mynd/ Úr safni – Hinn danski Nicolai Jörgensen lét finna fyrir sér gegn Val á Keflavíkurvelli í fyrra. Þá fóru Valsmenn með 3-1 sigur af hólmi. Ná Keflvíkingar að kvitta fyrir þá útreið í dag?