Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Landbankadeild karla: Áhugaverðir leikir kvöldsins
Mánudagur 11. ágúst 2008 kl. 08:38

Landbankadeild karla: Áhugaverðir leikir kvöldsins

Keflvíkingar sækja Akurnesinga heim í kvöld og hefst leikurinn kl. 19:15. Það er alltaf mikil stemmning að fara á knattspyrnuleiki upp á skaga og Íí kvöld gefst stuðningsmönnum Keflavíkur tækifæri til að fylgja sínu liði þangað. Búast má við hörkuleik þar sem Akurnesingar berjast fyrir sæti sínu í deildinni. Keflvíkingar eru í örðu sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir FH sem sigraði KR í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík tekur á móti Breiðablik í kvöld kl. 19:15 á Grindavíkurvelli. Liðin hafa átt svipuðu gengi að fagna það sem af er sumri, Blikarnir með 23 stig og Grindvíkingar með 20 stig. Síðast þegar liðin áttust voru skoruð 9 mörk. Mörk Grindvíkinga í þeim leik gerðu Tomasz Stolpa (2 mörk),  Orri Freyr Hjaltalín,  Scott Mckenna Ramsay og Andri Steinn Birgisson (2 mörk). Það gerist ekki oft að áhorfendur verða vitni að 9 marka leik í Landsbankadeildinni, það verður spennandi að sjá hvernig spilast úr leiknum í kvöld.