Læti í Loga
Körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson gerði 29 stig fyrir lið sitt Bayreuth um helgina þegar liðið lagði 1860 Lich að velli 87-81. Leikurinn fór fram á heimavelli Lich og gerði Logi 15 af 29 stigum sínum með þriggja stiga körfum.
Bayreuth er í 6. sæti í suðurriðli þýsku 2. deildarinnar með 14 stig eftir 10 leiki. Logi hefur farið afar vel af stað með Bayreuth og er jafnan stigahæstur í hverjum leik.
Bayreuth er í 6. sæti í suðurriðli þýsku 2. deildarinnar með 14 stig eftir 10 leiki. Logi hefur farið afar vel af stað með Bayreuth og er jafnan stigahæstur í hverjum leik.