Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Lærisveinar Einars sigruðu meistarana óvænt
Föstudagur 31. október 2008 kl. 21:50

Lærisveinar Einars sigruðu meistarana óvænt



„Sumir þessara stráka hafa aldrei unnið hér í Keflavík. Þetta var karaktersigur og mjög kærkomin stig,“ sagði Einar Árnason, þjálfari Breiðabliks eftir ótrúlegan sigur Kópavogsliðsins á Íslandsmeisturum Keflavíkur í Iceland Express deildinni í körfubolta í Toyota höllinni í Keflavík í kvöld. Lokatölur urðu 86-107 eða tuttugu og eins stigs sigur nýliðanna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Skotin rötuðu vel ofan í körfuna hjá okkur og baráttan var mikil. Heimamenn vanmátu okkur eflaust því þeir ásamt Grindavík og KR eru án efa bestu liðin í deildinni. Þetta er hörku hópur hjá Keflavík og þess vegna er ekki leiðinlegt fyrir okkar peyja að innbyrða sigur hér á þessum sterka heimavelli meistaranna,“ sagði Einar sem þjálfaði og stýrði liði Njarðvikur til nokkurra titla fyrir örfáum árum.

Blikar mættu með rétta hugarfarið í þennan leik, hittu gríðarlega vel á meðan hraðlest Keflavíkur hikstaði og komst aldrei í gang í þessum leik. Meistarnir voru mjög ósannfærandi og rétu lítið við Nemanja Sovic sem skoraði 41 stig fyrir þá grænklæddu sem sumir  áhagendur heimamanna kölluðu B-lið Njarðvíkur. Kannski ekki að furða þar sem þrír fyrrverandi Njarðvíkingar eru í hópi Blika sem og einn Keflavíkingur. Leikmenn sem þjálfari UMFN myndi án efa vilja hafa í hóp sínum í dag.
Blikar héldu forystu allan leikinn, leiddu með ellefu stigum í hálfleik og með góðum leikkafla í lok þess þriðja juku þeir muninn í 19 stig, 60-79.

Heimamenn náðu ekki að berja niður baráttuglaða Blika í lokafjórðungnum og urðu að lúta í illa blautt gras. Sannkölluð heyskita hjá meisturunum í þessum leik og fátt um fína drætti. Stigahæstir þeirra voru Hörður Axel Vilhjálmson með 21 stig, Gunnar Einarsson og Þröstur Jóhannsson með 18 og Sigurður risi Þorsteinsson skilaði ekki nema 9 stigum í hús.
Blikarnir voru leiddir af stórskoraranum Sovic en Kristján R. Sigurðsson og Halldór Keflvíkingur Halldórsson skoruðu 23 og 15 stig.
Sem sagt; Óvæntur en verðskuldaður Blikasigur á arfaslökum Keflvíkingum.

Blikar vinna boltann í vörninni, einu sinni sem oftar. Halldór fyrrverandi Keflvíkingur

í þann mund að gríp'ann.

Hörður Axel Vilhjálmsson sækir að körfu Blika. Hann skoraði mest hjá Keflavík.