Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Lærdómsríkur vetur
Jóhann Árni stýrði Grindavíkurliðinu í vetur. Mynd/karfan.is
Fimmtudagur 18. apríl 2019 kl. 06:00

Lærdómsríkur vetur

segir Jóhann Árni Ólafsson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur sem tryggði sér sæti í Domino’s deildinni í körfubolta kvenna

„Þetta var lærdómsríkur vetur þar sem leikmenn voru að bæta sig og þroskast, bæði sem einstaklingar og ekki síður sem liðsmenn. Það var góður stígandi í þessu hjá okkur,“ segir Jóhann Árni Ólafsson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur sem tryggði sér sæti í Domino’s deildinni í körfubolta kvenna. 

„Við áttum góðan fund eftir erfitt tap á móti Fjölni í deildinni og eftir það enduðum við tímabilið  með því að vinna síðustu 10 leikina. Það eru forréttindi að fá að þjálfa hóp af leikmönnum sem allar eru tilbúnar að leggja sig fram fyrri liðið. Við rúlluðum alls ekki yfir Fjölnir. Við unnum þær í þremur jöfnum leikjum þar sem við náðum að leggja aðeins meira á okkur til að tryggja sigur,“ sagði Jóhann Árni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024