Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Lackey og Sayman reknir!
Fimmtudagur 3. mars 2005 kl. 11:00

Lackey og Sayman reknir!

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur sagt upp samningum við þá Matt Sayman og Anthony Lackey sem hafa leikið með liðinu í vetur.

Í tilkynningu á heimasíðu liðsins segir:

Matt Sayman hefur verið með liðinu frá því í sumar og átt marga frábæra leiki. Matt reyndist félaginu mikill happafengur og eru vandfundnir jafn duglegir atvinnumenn og Matt. Eftir áramót hefur pilturinn því miður ekki sýnt sama stöðugleika og fyrr í vetur og því tekin sú ákvörðun að segja upp samning við leikmanninn.

Anthony Lackey kom til liðins þegar að Troy Wiley hélt til síns heima. Anthony er mikil skytta og hefur átt nokkra frábæra leiki fyrir UMFN. Eins og hjá Matt þá hefur leikur Lackey verið frekar óstöðugur þrátt fyrir að hann hafi verið sífellt að bæta sig. Hinsvegar töldu Stjórn og þjálfarar UMFN hann ekki þá týpu af leikmanni sem liðinu vantaði og sú ákvörðun tekin að segja upp samningi við hann.

Í samtali við Víkurfréttir sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari, að ljóst hefði verið að skipta þyrfti um menn. "Við verðum ekki búnir að redda okkur mönnum fyrir leikinn í kvöld, en við verðum tilbúnir í fyrsta leik í úrslitakeppninni."

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024