Kynnumst Keflvíkingum
Leikmenn Keflvíkinga í Pepsi deildinn teknir tali
Margur knattspyrnuáhugamaðurinn er sjálfsagt orðinn spenntur fyrir sunnudeginum. Þá hefst Íslandsmótið í knattspyrnu í allri sinni dýrð. Keflvíkingar hefja leik gegn Íslandsmeisturum FH á útivelli í efstu deild karla en leikurinn hefst klukkan 19:15. Á heimasíðu sinni hafa Keflvíkingar verið duglegir að kynna leikmenn sína til leiks með stuttum viðtölum. Hér að neðan má sjá hlekki á viðtöl við nokkra leikmenn þar sem þeir eru spurðir spjörunum úr.
Hver er mesti húmoristinn í klefanum? Hver er verst klæddur? Hvar endar Keflavík í sumar? Leikmenn Keflvíkinga eiga svör við þessum spurnignum. Sjá má viðtölin með því að smella á nöfn viðkomandi leikmanna.