Kynningarfundur hjá Nes og æfingar hefjast á ný!
Íþróttafélagið Nes heldur kynningarfund þriðjudagskvöldið 6.september næstkomandi kl.20.00 í sal á 2.hæð í íþróttahúsi Njarðvíkurskóla og eru foreldrar og aðstandendur iðkenda Nes sérstaklega beðnir um að mæta. Þar verður farið yfir starf Nes í vetur og þjálfarar verða kynntir. Nýjar áherslur og nýjir tímar! Margt spennandi framundan hjá Nes. Æfingar munu svo hefjast samkvæmt dagskrá miðvikudaginn 7.september kl.17.15 (yngri hópur/6-13 ára) og kl.18.15 (eldri hópur/14 ára og eldri). Nýjir félagar eru hjartanlega velkomnir!
Fyrir þá sem ekki vita að þá hefur íþróttafélagið Nes að markmiði:
• Að gefa fötluðum einstaklingum og börnum með sérþarfir kost á að æfa hollar alhliða íþróttir hvort sem það eru afreksíþróttir eða til að efla félags- og líkamsþroska sinn, auka þol og styrk, bæta samhæfingu og sjálfsmynd, bæta námsgetu og andlega líðan og vera hraust sál í hraustum líkama.
Þessu markmiði nær félagið með því að:
• Hafa menntaða þjálfara.
• Standa fyrir og taka þátt í mótum.
• Stuðla að vellíðan og félagslegum þroska fatlaðra einstaklinga og barna með sérþarfir.
• Að vinna að markmiðum og stefnuskrá Íþróttasambands fatlaðra og ÍSÍ.
Auk íþróttaæfinga verður Nes með sína mánaðarlegu hittinga til að styrkja félagslegu tengslin. Þessir hittingar verða alltaf síðasta fimmtudag í hverjum mánuði og nánar auglýstir síðar.
Æfingartafla Nes veturinn 2011-2012;
*Æfingar hjá Nes eru í íþróttahúsi/sundlaug Heiðarskóla fyrir utan fimmtudaga,
þá eru sundæfingar í sundlaug Akurskóla kl.18.30-19.30.
Vonumst til að sjá sem flesta á kynningarfundinum 6.september kl.20.00!
Kveðja, stjórnin.
Nánari upplýsingar gefur Petrína í síma 892 8802