Kylfingur.is: Howell kylfingur mánaðarins
Englendingurinn David Howell var í dag valinn kylfingur nóvembermánaðar á Evrópumótaröðinni eftir frækilegan sigur hans á HSBC-mótinu í Kína þar sem besti kylfingur heims, Tiger Woods, var einnig á meðal keppenda. Howell vann Tiger með einu höggi, lék á 20 höggum undir pari, og var þetta þriðji sigur hans á mótaröðinni. Hann var einnig útnefndur kylfingur ágústmánaðar fyrr á þessu ári.
Meira…
Meira…