Kylfingur.is: Aurarnir í vasa Wie
Bandaríski táningurinn Michelle Wie er nú komin aftur í skólann eftir þátttöku í fyrsta LPGA-mótinu sem atvinnukylfingur. Hún var aðeins hársbreidd frá því að komast í umspil um sigurinn á Opna Fields mótinu sem fram fór á Ko Olina-golfvellinum á Hawaii. Wie, sem er aðeins 16 ára, fékk ávísun upp á 4,8 milljónir íslenskra króna í verðlaunafé fyrir þriðja sætið. Þetta voru fyrstu peningarnir sem hún vinnur sér inn sem atvinnukylfingur.