Kylfingur.is: 165 kylfingar keppa um 30 sæti
Lokaúrtökumótið fyrir bandarísku PGA-mótaröðina hefst í dag á Orange County golfsvæðinu í Flórída. Þar leika 165 kylfingar 6 hringi á tveimur völlum; Panther Lake og Crooked Cat, og komast 30 efstu inn á PGA-mótaröðina á næsta keppnistímabili. Meðal þeirra sem þurfa að fara í úrtökumótið er Bandaríkjamaðurinn Briny Bird. Hann náði ekki að verð á meðal 125 efstu á PGA-mótaröðinni á nýliðnu keppnistímabili. Hann þénaði rúmlega 2.500 dollurum minna en Nick Price sem endaði í 125. sæti.
Meira...
Meira...