Kylfingar lofuðu Hólmsvöll í Leiru
Íslandsmótið í holukeppni, KPMG bikarnum í golfi, lauk á Hólmsvelli í Leiru í dag. Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili og Berglind Björnsdóttir úr Golfklúbbi Akureyrar sigruðu í karla- og kvennaflokki.
Kylfingar lofsömuðu Hólmsvöll og sögðu hann vera besta völl landsins um þessar mundir.
Hér má sjá svipmyndir frá úrslitaleikjum karla og kvenna sem leiknir voru á Hólmsvelli í dag og viðtöl við sigurvegara í mótslok. Nánar er greint frá mótinu á www.kylfingur.is, vefsíðu Víkurfrétta sem sérhæfir sig í golfi.