Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kvitta Grindvíkingar fyrir sig í kvöld?
Þorleifur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, þarf að stíga upp líkt og aðrir leikmenn Grindavíkur eftir dapra frammistöðu á föstudag. VF-Mynd/JJK
Mánudagur 22. apríl 2013 kl. 13:20

Kvitta Grindvíkingar fyrir sig í kvöld?

- Mesta sveiflan í sögu úrslitaeinvígis um Íslandsmeistaratitilinn

Þriðji leikur Grindavíkur og Stjörnunnar í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Domino’s deild ..

Þriðji leikur Grindavíkur og Stjörnunnar í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Domino’s deild karla fer fram í kvöld. Staðan í einvíginu er 1-1 en bæði lið hafa unnið stóra sigra til þessa.

Grindavík vann fyrsta leik liðana í Röstinni 108-84 en brotlentu svo harkalega í Ásgarði á föstudagskvöld. Þar fóru leikar 93-56 fyrir Stjörnunni. Sveiflan í einvíginu er 61 stig og er það nýtt met í íslenskum körfubolta. Óskar Ófeigur Jónsson, tölfræðiséni Fréttablaðsins, hefur tekið þetta saman og er fjallað um málið í Fréttablaðinu í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ekkert lið hefur orðið Íslandmeistari eftir að hafa tapað leik í úrslitaeinvígi með meira en 30 stigum. Grindvíkingar geta því brotið blað í sögu íslensks körfubolta fari svo að þeir verði Íslandsmeistarar.

Grindvíkingar voru með eindæmum daprir á föstudag en höfðu helgina til að stilla saman strengi á ný. Liðið átti líklega einn sinn versta leik í vetur í Ásgarði á föstudag. Oft er talað um að þriðji leikurinn í úrslitaeinvígi um Íslandmeistaratitilinn sé sá mikilvægasti. Grindvíkingar þurfa nauðsynlega á sigri í kvöld að halda enda væri erfitt fyrir liðið að fara í Ásgarð á fimmtudag og þurfa sigur til að knýja fram oddaleik.

Ryan Pettinella hefur glímt við veikindi síðustu daga sem urðu til þess að hann lék lítið sem ekkert í fyrstu tveimur leikjum Grindavíkur. Það er skarð fyrir skildi því Sigurður Þorsteinsson hefur verið í villuvandræðum í fyrstu tveimur leikjum liðsins. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Röstinni í kvöld og má búast við fullu húsi áhorfenda.


Aaron Broussard skoraði 39 stig í fyrsta leik liðana í síðustu viku. Endurtekur hann leikinn í kvöld?