Kvennaúrslitin hefjast í kvöld
Undanúrslit Iceland Express deildar kvenna í körfuknattleik hefjast í kvöld. Grindavíkurkonur taka á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur 19:15 í Röstinni en Grindavíkurkonur hafa heimaleikjaréttinn.
Grindvíkingar hafa yfirleitt verið sterkari aðilinn í viðureignum liðanna í vetur en leikirnir hafa verið spennandi og skemmtilegir og það verður líkast til engin undantekning þar á í kvöld. Það lið sem er fyrra til þess að vinna tvo leiki heldur áfram inn í úrslitin.
Grindvíkingar hafa yfirleitt verið sterkari aðilinn í viðureignum liðanna í vetur en leikirnir hafa verið spennandi og skemmtilegir og það verður líkast til engin undantekning þar á í kvöld. Það lið sem er fyrra til þess að vinna tvo leiki heldur áfram inn í úrslitin.