Kvennatölt Mána í kvöld
Kvennatölt Mána verður haldið í kvöld og hefst kl. 20:00 í reiðhöllinni við Mánagrund. Þema kvöldsins er lopi og eru keppendur hvattir til að mæta í lopafatnaði en ,,Ungfrú lopi 2007” verður krýnd í mótinu. Aldurstakmarkið í mótið er 18 ára og eldri.
Þær konur sem verða 22 ára á árinu hafa þátttökurétt í kvennatöltkeppnina sjálfa eða þær sem komnar eru upp úr ungmennaflokki.