Kvennalið Keflavíkur öruggt upp
Keflvíkingar eru búnir að tryggja sér sæti í efstu deild að ári. Keflavík sigraði lið Hauka fyrir helgi og í gær töpuðu Haukar, sem eru í þriðja sæti deildarinnar, gegn toppliði Tindastóls. Þau úrslit tryggðu Keflavík farseðilinn í efstu deild þar sem Haukar geta ekki náð Keflavík að stigum úr þessu.
Keflavík leikur í kvöld gegn Víkingi á útivelli og hefst leikurinn klukkan 19:15.