Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kvennalið Grindvíkinga fær öflugan leikmann
Miðvikudagur 2. mars 2005 kl. 11:40

Kvennalið Grindvíkinga fær öflugan leikmann

Kvennalið Grindavíkur hefur fengið til liðs við sig 29 ára gamla bandaríska stúlku að nafni Rita Williams. Hún hefur spilað átta tímabil í WNBA sem er kvennadeild NBA-deildarinnar og var valin í stjörnulið WNBA árið 2001.

Hún er bakvörður og er 1,68  á hæð. Hún hefur leikið 186 leiki í WNBA frá 1998. Hún lék síðast með Seattle en átti sín bestu tímabil með Indiana árin 2000-2001 þar sem hún var með yfir 11 stig að meðaltali í leik og spilaði stjörnuleikinn.

Rita leysir af hólmi bandaríska leikmanninn Myriah Spence sem hefur spilað með Grindvíkingum í vetur en meiddist á ökkla og kom í ljós að hún gæti ekki klárað tímabilið með Grindvíkingum.

Fréttin byrtist í morgunblaðinu í morgun

Tölfræði um Rita Willams í WNBA

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024