Kvennalið Grindavíkur styrkir sig
Grindavíkurkonur hafa fengið liðsauka í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik fyrir átökin í síðari hluta mótsins. Nýji leikmaðurinn heitir Tanja Goranovic en hún mun skila stöðu miðherja/kraftframherja hjá Grindavík.
Tanja hefur leikið í heimalandi sínu, Serbíu, til þessa og mun freista þess að hjálpa Grindavíkurkonum að nálgast Hauka og Keflavík á toppi deilarinnar. Grindavík er í 3. sæti deildarinnar með 12 stig en Haukar og Keflavík eru á toppnum með 18 stig.
VF-mynd/ Þorsteinn Gunnar Kristjánsson - Hugsanlegt er að Tamara Bowie fái nú aðstoð við að draga Grindavíkurvagninn.